S4S er eitt stærsta smásölufyrirtæki landsins. Undir því eru 13 verslanir og 5 netverslanir. 
Við erum leiðandi í skósölu á landinu, rekum einu sérhæfðu Nike verslanirnar
og hina aldargömlu útivistarverslun Ellingsen auk þess að vera með umboð fyrir mörg hágæðavörumerki. 

 

 

 

Fyrirtækjaþjónusta

 

S4S býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og stærri hópa, hvort sem er fyrir vörukaup eða gjafakort.  Hafðu samband við sölufólk okkar í síma 544-2160 eða með tölvupósti á netfangið sala@s4s.is og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn.

 

 

Gjafakort  

 

Gjafakort S4S er eitt vinsælasta gjafakort landsins, en hægt að nota það í öllum 13 verslunum okkar og 5 netverslunum. 
Einfaldaðu gjafakaup til starfsmanna, þú velur upphæðina - starfsmaðurinn velur gjöfina. Gjafakortin fara beint í Wallet í símanum og gilda að eilífu. Þannig geta útsjónarsamir starfsmenn beðið eftir afsláttardögum og fagurkerar eftir rétta litnum og sniðinu, og enginn týnir kortinu sínu. 


Ítalskir hælaskór frá Steinar Waage, íþróttafatnaður frá Air eða jafnvel rafmagnshjól frá Ellingsen.  


Við bjóðum fyrirtækjum og stærri hópum góð kjör á gjafakortum S4S og getum sérsniðið kortin eins og fyrirtækinu hentar, ásamt því að bjóða upp á pökkun.  


Útfærsla kortana getur verið margvísleg, allt frá hefðbundnum plastkortum upp í umhverfisvænni
leiðir eins og rafræna afhendingu, allt eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki.  


Skoða gjafakort S4S 
https://s4s.is/s4s/gjafakort

 

 

Heildverslun  

 

S4S er innflutningsaðili margra vinsælla vörumerkja og býður fyrirtækjum upp á heildsöluverð fyrir hópinn sinn, auk þess að gera tilboð í magnpantanir á öllu vöruúrvali fyrirtækisins.  
 

Vöruúrval S4S er mjög fjölbreytt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá skóm, fatnaði og fylgihlutum, upp í flaggstangir, rafhjól og buggy bíla, svo eitthvað sé nefnt.  
 

Helstu vörumerki S4S eru Devold, Ecco, Skechers, Sanita, Rohde, Columbia, Bergans, Mountain Hardware, Tern, Mate, Merida, Dualtron, Speedway og Formenta, ásamt ýmsum fleiri. 
 

Hafðu samband við sölufólk okkar og við finnum réttu vörurnar fyrir þitt fyrirtæki.  

 

 

Beiðnir  

 

S4S getur einfaldað beiðnaferlið með því að bjóða Gjafakort/Beiðnakort S4S í stað hefðbundinna beiðna.
Hefur þetta reynst mörgum mjög vel. Í stað þess að fá beiðni fær starfsmaðurinn Gjafakort/Beiðnakort S4S afhent og getur keypt sér þann vinnufatnað sem hentar starfi hans.  

 

 

Verslanir S4S

 

AIR, Kringlunni, Smáralind, Akureyri og Air.is 
BRP, Reykjavík og BRP.is  
Ecco, Kringlunni og Smáralind 
Ellingsen, Reykjavík, Akureyri og Ellingsen.is 
Kaupfélagið, Kringlunni og Smáralind 
Rafhjólasetrið, Reykjavík, Akureyri og Rafhjólasetur.is  
Skechers, Kringlunni  
Skór.is  
Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind 
Toppskórinn, Smáratorgi og Grafarholti