Viðhald

 

Þrif, geymsla og flutningur 

Við þrif á rafhjóli er mikilvægt að það sé ekki tengt við hleðslutæki á meðan. Þar sem því verður komið við er nauðsynlegt að hlíf yfir hleðslurauf sé lokuð til að draga úr líkum á að vatn fari í hana og valdi skemmdum.  

 

Fjarlægið óhreinindi eða ryk með rökum klút. Geymið hjólið innandyra á þurrum stað. Geymsla við mjög hátt eða lágt hitastig, í beinu sólarljósi eða utandyra getur skemmt hjólið og eyðilagt rafhlöðuna. 

 

Ef hjólið er í geymslu og ónotað í lengri tíma, skal aftengja rafhlöðuna frá hjólinu, en mikilvægt er að hlaða hana yfir nótt allavega einu sinni í mánuði á meðan á geymslu stendur. Æskilegt er að rafhlaðan standi í 20-80% hleðslu á þessum tíma. 

 

Þegar hjólið er flutt á milli staða skal ávallt taka rafhlöðuna úr því.  

 

Mikilvægt er að fylgja reglum framleiðanda við meðferð og umhirðu rafhjóla svo að ábyrgð falli ekki úr gildi. 

 

 

Mikilvægar upplýsingar um rafhlöðu 
Allar lithium-ion rafhlöður rýrna með tímanum, jafnvel þó þær séu ekki í notkun. Samkvæmt rafhlöðuframleiðendum geta rafhlöður rýrnað um allt að 15% á ári. Mikilvægt er að meðhöndla rafhlöðuna rétt til að lámarka rýrnunina. Ábyrgðartími rafhlöðunnar eru 2 ár, að því gefnu að hún sé rétt meðhöndluð. Mikil notkun getur rýrt endingu rafhlöðunnar fyrr en ella. 

 

Til að hámarka gæði rafhlöðunnar er mikilvægt að meðhöndla hana rétt frá upphafi til að viðhalda drægni og til þess að líftími hennar verði sem lengstur. 

 

Í fyrsta skipti sem hjólið er hlaðið er mikilvægt að fullhlaða rafhlöðuna fyrir notkun. Mælt er með að fullhlaða rafhlöðuna alveg fyrstu 10 skiptin og hlaða ekki aftur fyrr en hún er nánast fulltæmd. 
Notaðu eingöngu það hleðslutæki sem ætlað er þínu rafhjóli. 

 

Kjörhitastig lithium-ion rafhlaðna er um það bil stofuhiti, eða 20-25°C. 

 

Hitastig rafhlöðunnar þarf að vera að minnsta kosti 10°C þegar henni er stungið í hleðslu og best er að hafa hana sem næst stofuhita. 

 

Mikilvægt er að hlaða rafhlöðuna innan 8 klst. ef hún tæmist, til að koma í veg fyrir óbætanlegan skaða sem getur orðið á rafhlöðunni. 

 

Ekki skal hlaða rafhlöðuna of ört og mælt er með því að hlaða hana ekki fyrr en hún er komin undir 50% hleðslu. 

 

Rafhlöðuna skal ekki hafa lengur í hleðslu en sem nemur 48 klst. Eftir hleðslu skal ávallt taka fyrst hleðslutækið úr sambandi við veggtengil og síðan aftengja rafhlöðuna. 

 

Við hleðslu er æskilegt að tengja hleðslutæki fyrst við rafhlöðuna áður en stungið er í samband við veggtengil.