LEG-ETNA-OXBLK

legend

Legend Etna rafhjól

UPPSELT

299.995 Kr

ATH: Viðtakandi greiðir burðargjald.

 

Legend Etna er fulldempað, ódýrt og samanbrjótanlegt raffjallahjól sem hentar mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. Það eru búið Rockshox XC30 dempara gaffli og vönduðum vökvabremsum. Legend Etna er búið þýska Ebikemotion Smart gírkerfinu fyrir rafmótorinn sem hefur hlotið mikið lof fyrir góða skilvirkni og áreiðanleika.

 

Stellið, sem er úr áli, er samanbrjótanlegt og því hentugt að koma hjólinu fyrir aftur í meðalstórum bílum og í rýmum sem ekki bjóða upp á mikið pláss. Þegar hjólið er samanbrotið er það einungis einn metri að lengd. Legand Etna er búið vandaðri 504 vattstunda (wh) Panasonic lithíum rafhlöðu sem er með rofa til að slá út rafstraumnum inn á hjólið. Með þessari rafhlöðu er hægt að ná allt að 100 km drægni.

 

250W rafmótorinn er 40 nm í togi og hlutfallið er 1:4,5 og samsamar sig því vel með gírbúnaði hjólsins til að nýta aflið sem best.

 

Legend Etna rafhjóliðer hannað fyrir utanvegaferðir og þ.a.l. búið tvöfaldri fjöðrun sem hentar vel fyrir stíga og erfiða slóða. Rafhjólið er með IP67 staðlaða vatnsvörn, sem þýðir að allur rafeindabúnaður og íhlutir honum tengdur eru vatns- og rykvarin.

 

Maxxis Pace 27'5" dekkin eru með grófu mynstri sem veitir frábært grip á grófu undirlagi án þess að koma niður á aksturseiginleium á malbiki. Með fullri fjöðrun færðu góða akstursupplifun á öllum torfærum.

 

Rafhjólið kemur í einum lit - Onyx Black.

 

Þú getur stjórnað hjólinu frá eBikemotion kerfinu með iWoc sjórnborðinu. iWoc stjórnborðið á þessu rafhjóli hefur 3 hnappa og ljósadíóðukvarða sem segir til um gírstig (aðstoð) og stöðu rafhlöðu. Ef þú vilt fá aðgang að þeim endalausu eiginleikum sem eBikemotion býður upp á, þarftu bara að hlaða niður appinu (ókeypis) á annað hvort Apple eða Android snjallsíma og tengja það við hjólið í gegnum Bluetooth tenginguna sem er í stjórnborðinu. Þá munt þú geta séð allar upplýsingar frá síðustu hjólaferð þinni; hámarks-, lágmarks- og meðalhraði, kaloríubruna, hæð, leiðina sem farin var, tíma og margt fleira.

 

Skoðaðu rafhjólin frá LEGEND inn á Ellingsen.is eða komdu niðrí verslun okkar Fiskislóð og fáðu að prufukeyra. Sjón er sögu ríkari.

KOSTIR

certification icon

Rafhlaða

certification icon

Fjallahjól

SJÁ MEIRA UM VÖRU
LITUR:SVARTUR
icon

Heimsend­ing

Frí sending á pöntunum yfir 15.000 kr*. Afgreiðslutími pantana er 0-1 virkur dagur. *Viðtakandi greiðir burðargjald af rafhjólum og rafhlaupahjólum.

icon

Greiðslu­mát­ar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard, Amex og með Síminn Pay eða Netgíró.

icon

14 daga end­ur­greiðslu­frest­ur

Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.

UPPLÝSINGAR

TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR

TÆKNILEGIR EIGINLEIKAR

Gírskiptir11-speed SRAM NX derailleur
GafallRockShox
Stell51 cm
Gírar3 x 9 Shimano
BremsurDiskabremsur Hydraulic Tektro T285
Þyngd (kg)21,5 kg
DekkMaxxis Pace 650B 27.5" x 2.1"
Drægni Allt að 100 km eftir aðstæðum
Mótor250W mótor 40nm (tog)
Hámarkshraði25 km/klst
Rafhlaða36V / 14 AmpH (504 Wh)
Mælaborð/SkjárBluetooth SCI (Smart Control Unit) by Ebikemotion
Stærð51 cm