OSP-5-502-2

Osprey

Osprey Farpoint 55L heimsreisubakpoki

35.990 Kr

55 lítra ferðataska og bakpoki sameinuð í frábæran ferðafélaga. Farpoint eru léttustu ferðatöskurnar frá Osprey sem einnig er hægt að nota sem bakpoka. Góðar axlar- og mjaðmaólar auk sterkrar burðargrindar svo að þú getur borið dótið þitt þægilega á milli staða. Aðalhólfið opnast alveg með rennilás líkt og á ferðatösku, skipulag verður því leikur einn. Að framanverðu er áfastur 13 lítra dagpoki sem hægt er að losa auðveldlega frá aðaltöskunni. Þegar ferðast er um flugvelli eða aðra fjölfarna staði er ekkert mál að smella dagpokanum í þar til gerðar smellur á axlarólunum til að hafa hann við höndina.

 • Fóðraðar axla- og mjaðmaólar með góðri öndun sem hægt er að loka af í renndu hólfi, allt eftir því hvort verið er að bera pokann á bakinu eða nota hann sem ferðatösku
 • Vasar úr teygjuefni framan á poka
 • Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
 • Renndur netavasi innan á framhlið
 • Ólar í farangurshólfi til að halda búnaði á sínum stað 
 • Innbyggð festing fyrir lykla
 • Léttur burðarrammi
 • Fóðrað haldfang á hlið og ofan á pokanum sem að lítið fer fyrir
 • Opnast mjög vel, framhliðin er rennd í U svo að auðvelt er að raða í pokann
 • Læsanlegir rennilásar á aðalhólfi
 • 13 lítra dagpoki sem hægt er að renna framanaf aðalpokanum og nota sér
 • Fóðraðir vasar fyrir fartölvu og spjaldtölvu í dagpoka
 • Hliðarvasar úr teygjuefni á dagpoka ásamt sér vasa fyrir sólgeraugu og smá raftæki til að koma í veg fyrir að þau rispist
 • Festingar fyrir dýnu sem hægt er að taka af
 • Hliðarólar til að þjappa dagpokanum vel að aðalpokanum
 • Smellur fyrir dagpoka á axlarólum svo að hægt er að hengja hann framan á sig
 • Þyngd: 1,77 kg (S/M, M/L)
 • Stærð (l x b x d): 65 cm x 32 cm x 32 cm

KOSTIR

SJÁ MEIRA UM VÖRU
LITUR:RAUÐUR
icon

Frí heimsend­ing

Frí sending um allt land. Gildir ekki fyrir fánastangir. Afhendingartími miðast við 1-2 daga frá pöntun.

icon

Greiðslu­mát­ar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard, Amex og með Síminn Pay eða Netgíró.

icon

14 daga end­ur­greiðslu­frest­ur

Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.