OSP-10002881

Osprey

Osprey Ariel 65 fjallgöngubakpoki

51.995 Kr

Ariel 65 er dömuútgáfa af Aether pokanum, gríðarlega öflugum  fjallgöngupoka með mikla burðargetu sem uppfyllir þarfir þeirra sem vilja sterkan poka sem hentar vel óháð árstíð. Ariel 65 kemur nú í uppfærðu útliti. Bakið hefur verið uppfært með nýju AirScape™, með þykkari fyllingu (e. foam) til að fá betri stuðning við bak og mjóbak ásamt að tryggja góða öndun í baki. Nú er hægt að stilla lengd axla ólarinnar með smellum á bakinu til að tryggja meiri þægindi. Ariel 65 hentar vel í regn, snjó eða sól og mun auðvelda ferðalag eigandans til muna, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri ferðir. 

Með stillanlegu baki og stillanlegu mjaðmabelti er hægt að stilla pokann þannig að hann passi þér sem best. Þegar pokinn er rétt stilltur á þig fer 80% þyngdarinnar á mjaðmirnar og 20% þyngdarinnar á axlirnar. Það þýðir að minni líkur eru á verkjum í öxlum og baki meðan á göngu stendur. Best er að hagræða þyngstu hlutunum sem með eru í för neðst í pokann. Auðvelt aðgengi er að öllu dótinu í pokanum þar sem að þú getur opnað hann á þrjá vegu, þ.e. að ofan, fyrir miðju og að neðan. Vatnsheld yfirbreiðsla kemur að góðum notum í rigningu og blautu veðri.

 • Frábær 65 lítra fjallgöngupoki
 • Sérhannaður fyrir konur
 • Stillanlegt AirScape™ bak tryggir góða öndun í baki sem streymir niður bakið og út í hliðarnar. 
 • Hægt að fjarlægja mittisbeltið og móta eftir eiganda pokans
 • Stillanleg brjóstól að framan með áfastri neyðarflautu
 • Hægt að nota með Osprey Daylite, þá er Daylite pokinn festur með einföldum hætti á Ariel - mikill kostur! 
 • Tvær ísaxafestingar bæði að ofan og að neðan, allt er því vel fest niður til að hámarka bæði öryggi og þægindi. 
 • Frábært aðgengi að öllum búnaði pokans: að neðan, að ofan og fyrir miðju. 
 • Djúpir og góðir hliðarvasar úr teygjuefni, öðru megin er strappi sem hægt er að þrengja
 • Vasi að framan tilvalinn fyrir smáhluti sem gott er að lofta um, t.d. sokka.
 • Topphólf sem hægt er að þrengja vel, sem einnig er hægt að fjarlægja til þess að létta pokann.
 • Ef topphólf er fjarlægt er hlíf til staðar sem hægt er að nota í staðinn.
 • Netapoki er í topploki þar sem er festing fyrir lykla
 • Regnslá í grænum lit (efst í pokanum)
 • Lítið daghólf efst á poka
 • Mjaðmaól pokans er með strekkingu báðum megin, pokinn situr því vel og smellan er fyrir miðju (aukin þægindi)
 • 360° stillingar valmöguleiki - hægt að stilla pokann án þess að taka hann af
 • Góðir vasar á mjaðmabelti
 • Þyngd: 2.2 kg (S/M)
 • Stærð: (l x b x d): 85 cm x 39 cm x 32 cm

KOSTIR

SJÁ MEIRA UM VÖRU
LITUR:SVARTUR
icon

Frí heimsend­ing

Frí sending um allt land. Gildir ekki fyrir fánastangir. Afhendingartími miðast við 1-2 daga frá pöntun.

icon

Greiðslu­mát­ar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard, Amex og með Síminn Pay eða Netgíró.

icon

14 daga end­ur­greiðslu­frest­ur

Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.