C-2000037058

Coleman

Coleman Meadowood 4 Air

189.995 Kr

Mjög rúmgott fjögurra manna tjald með 2 svefnrýmum, sem einnig er hægt að stækka í eitt stórt, með fullri lofthæð og fortjaldi. Tjaldið er með loftstöngum sem auðvelt er að tjalda, jafnvel fyrir einn, með FastPitchTM tækninni. Coleman tjöldin eru frábær fyrir íslenskar aðstæður. Þau eru sterkbyggð, vatnsheld gæðatjöld og eru öll búin sérstakri Blackout Bedroom filmu sem útilokar 99% af sólarljósi inn í svefnrými sem hjálpar til við að ná lengri og betri svefni á björtum, íslenskum sumarnóttum. UV-Guard tæknin í filmunni veitir SPF50 sólarvörn sem hjálpar jafnframt við hitatemprun inni í tjaldinu, þannig að ekki verði molla í morgunsólinni og einnig er hlýrra í kulda heldur en í öðrum tjöldum. Coleman tjöldin eru þau einu á markaðnum með þessa filmu. Þá eru öll tjöldin með high performance flugnaneti sem heldur jafnvel minnstu flugunum frá, sem er hentugt á svæðum þar sem lúsmý er að finna. Í stærri tjöldunum frá Coleman er gert ráð fyrir rafmagnssnúrum og ljósum.

 

  • Fjöldi: 4
  • Herbergi: 2
  • Vatnsheldni: 4000 mm
  • Stangir: Uppblásnar
  • Límdir saumar
  • Þyngd: 15,7 kg
  • Pökkunarstærð: 72x32x32 cm
  • Stærð innanrýmis (LxBxH): 10 m2

KOSTIR

SJÁ MEIRA UM VÖRU
LITUR:GRÆNN
icon

Heimsend­ing

Frí sending á pöntunum yfir 15.000. Afgreiðslutími er 0-1 virkur dagur.

icon

Greiðslu­mát­ar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard, Amex og með Síminn Pay eða Netgíró.

icon

14 daga end­ur­greiðslu­frest­ur

Varan skal vera ónotuð, henni sé skilað í góðu lagi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með.