Skilmálar BRP

 

Netverslun BRP býður upp á úrval vélknúinna ferðatækja og létt-mótora. BRP merkið er með yfir 70 ára reynslu í iðnaðinum og staðsett í Ellingsen á Fiskislóð. 

 

Það er þægilegt og einfalt að versla hjá okkur og býður Netverslun BRP upp á að fá tilboð í ferðatækin en fyllt er út sérstakt form í vöruspjaldinu, í kjölfarið hafa sölumenn okkar samband. Hægt er að versla fatnað, skó, gleraugu og hjálma sem við sendum frítt innanlands.

 

Vörur og aukahlutir sem ekki eru til á lager hjá BRP-Ellingsen, eru 5-7 virka daga í afgreiðslu. Pantanir á umfangsmiklum vörum, þungum og/eða stórum, getur tekið allt að 30 virka daga. BRP-Ellingsen tekur ekki ábyrgð á töfum sem orsakast af flutningsaðila, vöruhúsi birgja eða öðrum töfum sem til eru komnar sé varan tímabundið eða alfarið ófáanleg frá birgja. 

 

Pantanir á minni vörum eru sendar samdægurs/næsta virka dag með akstri frá Dropp sem keyrir út sendingar milli klukkan 17:00 og 22:00 virka daga á höfuðborgarsvæðinu. Íslandspóstur sendir heim utan höfðuborgarsvæðisins og einnig er hægt að sækja á pósthús, í póstbox eða sækja pantanir til okkar á einn af eftirtöldum stöðum: 

 

Netverslun Smáralind

Skechers Kringlunni

Toppskórinn Vínlandsleið

Ellingsen Fiskislóð

 

Afgreiðsla pantana miðast við 1-2 virka daga frá pöntun.
Á stórum tilboðsdögum getur afgreiðslutími lengst.
 

Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Netverslun S4S.

 

Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla.

 

Það tekur í flestum tilvikum 1-2 daga að fá vöruna í hendurnar eftir að pöntun er móttekin, en pantanir eru ekki sendar út um helgar.
 

Verð


Verð geta tekið breytingum án fyrirvara. Öll verð eru með VSK og án sendingakostnaðar. Auglýst verð á vefsíðu þessari fela ekki í sér bindandi tilboð af hálfu BRP-Ellingsen. Verðupplýsingar á þessari vefsíðu geta innihaldið prentvillur eða verið úrelt vegna verðbreytinga birgja, gengi gjaldmiðla eða annara þátta. Öll verð eru birt með fyrirvara um villur. 

 

Skilaréttur / Skiptiréttur

 

Almennur skilaréttur á vörum, að tækjum undanskildum, eru 14 dagar frá útgefnum reikning. Skiptiréttur á vörum er 30 dagar frá útgefnum reikning. Varan skal vera óskemmd, í upprunalegum umbúðum sínum og söluhæfu ástandi. Sérpöntunarvörum, vörum sem ekki eru almennar lagervörur, fæst ekki skilað eða skipt. Framvísi viðskiptavinur ekki fastanúmeri tækis við pöntun á vara- og/eða aukahlutum sem leiðir af sér að röng vara sé pöntuð fæst þeirri vöru ekki skilað eða skipt. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir því að koma vöru til BRP-Ellingsen við skil og/eða skipti. Tækjum og útsöluvörum fæst ekki skilað.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

 

Pantanir


Allar sérpantaðar vörur, vörur sem ekki eru almennar lagervörur, þarf að greiða fyrirfram. Varan fer í pöntun þegar viðskiptavinur hefur framvísað greiðsu með því að staðgreiða eða senda kvittun fyrir greiðslu á BRP@Ellingsen.is
Almennur pöntunartími á vara- og aukahlutum, sem ekki eru til á lager hjá BRP-Ellingsen, eru 5-7 virkir dagar. Pantanir á umfangsmiklum vörum, þungum og/eða stórum, getur verið allt að 30 virkir dagar. BRP-Ellingsen tekur ekki ábyrgð á töfum sem orsakast af flutningsaðila, vöruhúsi birgja eða öðrum töfum sem til eru komnar sé varan tímabundið eða alfarið ófáanleg frá birgja. 

 

Heimsendingar


Óski viðskiptavinur eftir að fá vöru senda ræðst sendingarkostnaður af verðskrá Íslandspósts. Óski viðskiptavinur eftir öðrum sendingamáta ræðst kostaður af verðskrá þess aðila hverju sinni. Vörur eru póstlagðar alla virka daga.
 

Verðtilboð


Verðtilboð í tæki taka mið af gildandi verðlista þess dags er þau eru gefin út. Verðlistar taka breytingum háð gengisskráningu ISK/EUR, verðbreytinga birgja eða annara þátta. Endanlegt verð ræðst af gildandi verðlista þess dags er tækið kemur til Íslands. Kaupandi getur fest sér verðtilboð á gildandi verðlista með greiðslu kaupverðs tækis.
 

Innborganir


Innborganir á tæki fást ekki endurgreiddar eftir að tæki fer í flutning til íslands. Fram að þeim tímapunkti fást innborganir endurgreiddar að fullu að frádregnum kostnaði, hafi fallið til kostnaður á BRP-Ellingsen vegna pöntunar tækis.
 

Ábyrgð

 

Ábyrgð á tækjum eru 2 ár frá afhendingadegi. Að öðru leiti fylgja ábyrgðaskilmálar íslenskum lögum.

 

Höfundaréttur og vörumerki

 

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.brp.is eru eign S4S ehf. Öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá S4S ehf. S4S er skráð vörumerki í eigu S4S ehf. Og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá S4S ehf.

 
Trúnaður


Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
 

Varnarþing

 

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
 

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið netverslun@ellingsen.is eða í síma 580-8500 ef einhverjar spurningar vakna. 

 

 

 

 

icon

Send­ing­ar­máti

Hægt er að fá tæki send hvert á land sem er. Verð er háð gjaldskrá hverju sinni.

icon

Greiðslu­mát­ar

Boðið er upp á fjármögnunarleiðir í samstarfi við allar helstu lánastofnanir. Innborgun við staðfestingu um kaup er 10%, eftirstöðvar greiðast við afhendingu.

icon

Ábyrgð

2ja ára ábyrgð er á öllum nýjum tækjum.